30. fundur
utanríkismálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 24. apríl 2023 kl. 09:30


Mætt:

Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:34
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:34
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:34
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:34
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:34
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:34

Birgir Þórarinsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Jóhann Friðrik Friðriksson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1999. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) 974. mál - alþjóðlegar þvingunaraðgerðir og frysting fjármuna Kl. 09:36
Gestir fundarins voru Gísli Rúnar Gíslason og Bjarki Þórsson frá utanríkisráðuneyti. Þeir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Njáll Trausti Friðbertsson var valinn framsögumaður málsins.

2) 953. mál - afvopnun o.fl. Kl. 10:00
Gestir fundarins voru Gísli Rúnar Gíslason og Bjarki Þórsson frá utanríkisráðuneyti. Þeir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Njáll Trausti Friðbertsson var valinn framsögumaður málsins.

3) 890. mál - Evrópska efnahagssvæðið Kl. 10:20
Ákveðið var að senda málið til umsagnar.

Diljá Mist Einarsdóttir var valin framsögumaður málsins.

4) 805. mál - ákvörðun nr. 59/2021 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) við EES-samninginn o.fl. Kl. 10:29
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Njáll Trausti Friðbertsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Jakob Frímann Magnússon, Jóhann Friðrik Friðriksson, Logi Einarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Jóhann Friðrik var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritaði undir álitið í samræmi við 2. mgr. 29. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991.

5) Önnur mál Kl. 10:38
Rætt var um starfið framundan.

6) Fundargerð Kl. 10:38
Fundargerð 29. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:00